Langt er liðið

Já það má nú segja að það er langt síðan ég skrifaði síðast,,en ég dett stundum svooo úr bloggheiminum,,en svo kemst ég í gírinn afturBlush

En ekki mikið er búið að ske,,nema Dagrún og Trausti vinafólk mitt giftu sig 15 nóvember og vá hvað Dagga mín var falleg brúður,,og Trausti náttlega svoo myndarlegur,,og ég var þeim heiðri aðnjótandi(vonandi skrifa ég þetta rétt) að þau báðu mig um að syngja í brúðkaupinu og það gekk svona rosa vel,þau voru ánægð og það skipti mig öllu máliInLove.

Ég vil í þessari færslu fá að minnast hennar Ásdísar fósturmóður minnar sem lést 26 október eftir langa og hetjulega baráttu úr krabbameini,,Hún var svo mögnuð kona í einu orði sagt og hún barðist svo hetjulega í 12 ár, mér þótti svo vænt hana.

Elsku Ásdís mín Minning þín verður ávallt ljós í lífi mínu.

Ég ætla ekki að hafa þessa færslu lengri núna en vonandi er ég kominn í gírinn núna


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband