25.9.2007 | 17:18
Leti
Ég er búin að eiga við mjög algengt vandamál að stríða í doldin tíma,,,og það er leti,,,
Ég skil þetta engan veginn,en ég nenni ekki neinu,jú ég segi ekki neinu,,ég er búin að vera dugleg að hreyfa mig og búin að vera að reyna að koma skrokknum í lag,,þessvegna er ég alltaf svona þreytt kannski,útaf því ég er í megrun,,,ég hata orðið megrun,mér finnst breyttur lífstíll miklu meira klassa orð,en hvern er ég að kidda þetta er bara megrun og ekkert annað,,,hehe.
Svo er það bloggletin,ég horfi stundum á tölvuna og ætla mér svo að blogga,,en viti menn svo eru allt í einu liðnir 2 tímar og ég svaka spennt að horfa á CSI,og blogghugleiðingarnar alveg dottnar úr hausnum á mér,þetta er örugglega mjög algengt og ég er alveg handviss um að fleiri eigi við þetta vandamál að stríða hmmmm.
Ég verð samt að segja að ég dáist af sumum bloggurum hérna inni,hvað þeir skrifa sumir svo fyndnar en mjög vel skrifaðar færslur,kannski þegar ég er komin á ákveðin aldur þá læri ég að vanda orðaval mitt svona vel.
Ég vill líka segja að ég dáist líka af sumum bloggurum,hetjum ,sem segja frá baráttu lífsins á svo fallegan og hugrakkan hátt,,og leyfa okkur að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum,ég dáist af þessu fólki og mér þykir vænt um það,,,þið eruð hetjur.
en núna kom ég nokkrum línum frá mér,,,ætla að fara að rífa mig uppúr letinni og megrunarþreytunni,hætta að væla og pína mig til að vera hressa
takk fyrir
Vallý out
Athugasemdir
Æi,elskan mín , farðu nú að vakna og verða aftur ÞÚ mér líkar svvooo vel við þig þannig.
Elska þig meir.
þín mamma
Sigríður B Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.