15.9.2007 | 13:32
GÓÐA HELGI
Jæja ég er nú bara að sitja og bíða,,þannig ég ákvað að skrifa smá færslu,,enda tími til komin;-/
Í kvöld er bara ammæli hjá henni Karó minni,,,og ætlar hún að halda svona kokteilpartý,,mér finnst það svo í anda sex and the city,,og þá líður mér eins og new york gellu á prime time,,hehe.
En hún mamma mín er 4 ára í dag hehe,,,þeir sem skilja þetta ekki,þá eru 4 ár sem þessi hetja labbaði inn í Stígamót
og hóf miklu betra líf,,ég er svo stolt af henni að það er ekki venjulegt,enda var þetta svakalega erfiður tími,en með þessari sjálfsvinnu hennar er hún hamingjusamari sem aldrei fyrr,og við fjölskyldan hennar líka,,,Spáiði í því að bera leyndarmál sem er að drepa ykkur að innan í áratugi,það er ekki gott, og það eru margir sem hafa ákveðið að deyja frekar en að segja frá ljótu leyndarmáli,það er það sorglegasta við þetta.
Ég vill bara segja til hamingju með daginn mamma mín,,,þú ert HETJA ogég er svo stolt af þér,og allar þið konur sem hafa lennt í misnotkun eða nauðgunum,mér finnst þið mestu hetjur heimsins og ég dáist af hugrekki ykkar sem hafið staðið upp og bjargað sjálfum ykkur,og ég finn rosalega til með þeim sem lifa í þögninni,vonandi fá þær/þeir kjarkinn til að segja frá,svo þau geti eignast betra líf,,,bara stórt knús til ykkar allra og Baráttukveðjur.
Góða helgi,
Og mamma ég elska þig mest
Athugasemdir
Takk elskan mín fyrir mig og góða skemmtun í kvöld.
Elska þig meira
Sigríður B Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 14:43
Æ hvað þetta er sætt.
Valgerður mín... það er yndislegt að sjá kærleikann á milli ykkar mæðgna - og hvað þið hvetjið hvor aðra og standið þétt saman.
Knús á þig
Svandís Rós, 15.9.2007 kl. 23:13
Flott færsla hjá þér systir góð..... og já hún mammsla okkar er algjör hetja :)
Skemmtið ykkur vel í sumó og passið ykkur að kafna ekki úr hlátri í húmornum hehehehe
Systirin (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:16
Bíddu!!!!!!!!!!!
Er ég LÉLEG að blogga????
your best.... (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.