Jæja nú Jæja

Ég hef ekki nennt að blogga sökum mikils slappleika og flensu,en mér fannst ég verða að segja mína skoðun á þessu máli.

Auðvitað vona ég að foreldrar hennar Madelein hafi ekki komið nálægt þessu hvarfi hennar,og séu búin að vera útum allan heim að reyna að hylma yfir sjálfum sér,en ég hugsa samt mjög mikið um þetta mál og mér finnst svo mikið bogið við þetta og þau foreldrana,fyrsta sem ég hugsaði þegar hún hvarf þessi littla fallega stelpa,var að foreldrar hennar eða einhver nálægt fjölskyldunni hefði einhvað komið nálægt þessu,kannski er þetta ljót hugsun en ég hugsaði hana samt og er ekki búin að breyta henni,mín hugsun er sú að kannski hafi þau gert þetta óvart(foreldrarnir) og brugðist svona við,kannski notfærði sér einhver vinur foreldranna aðstöðuna, þegar þau skildu börnin eftir og fóru út að borða,það er til ljótt fólk í þessum heimi,því breytum við ekki.

En mér finnst bara svo skrítið að afhverju var hún bara tekin,,ef þetta hefðu verið barnaræningjar,hefðu þeir þá ekki hugsað sér gott til glóðarinnar og tekið öll börnin,ógeðslegt að hugsa til þess,en barnaræningjar og níðingar fara ekki með börn í bíó gefa þeim nammi og láta þar við sitja,því miður en þetta er blákaldur sannleikurinn,eins viðbjóðslegur og hann er.

Ég vona í mínu bleika skýi að hún finnst þessi littla stelpa,vonandi á lífi og að mennirnir/konurnar sem tóku hana fái makleg málagjöld,hvort sem það séu ókunnugir eða foreldrarnir,því segjum svo að þeir hafi gert þetta(og ég segi''segjum svo'' vill alls ekki fullyrða neitt)þá er mér alveg sama þótt þetta hafi gerst óvart,því þá eru þeir búnir að gera allt til að leyna þessu og eiga ekki neina miskun skilið,,,en ef svo er að það kemur í ljós að foreldrarnir komu ekki nálægt þessu,þá skal ég viðurkenna það fúslega að ég hafði rangt fyrir mér og blogga um það.

Ég ætlaði ekki að særa neinn með þessari færslu minni,en þetta eru bara mínar hugsanir og ég stend við þær,,takk fyrir og góða helgi.


mbl.is Kate McCann hefur ekki verið ákærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er afskaplega vont mál Valgerður mín.  Vonandi ertu búin að ná þér af flensunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 16:44

2 identicon

Já svo er það líka það sem fólki brá svo við að heyra fyrst. Að þau hafa skilið börnin eftir ein þegar þau fóru út. Það eitt var bogið. Þegar maður setur alla þessa smábúta og sannanir saman get ég ekki annað en að gruna foreldrana.

Ég tel auðvitað að þetta hafi verið slys. En pælið í því að ef að raunin er sú að foreldrarnir gerðu þetta, þá eru þau búin að draga HEIMINN á asnaeyrunum.

Ég veit það eitt að ef að þetta kæmi fyrir mig, að annað af mínum börnum hefði verið rænt, gæti ég aldrei talað svona við fjölmiðla. Ég væri búin að rífa af mér hárið og sennilega lögð inn á klepp. Enn mennirnir eru misjafnir eins og þeir eru margir. 

Dagrún Antoinette (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband