Minning

Í dag vil ég minnast Stefaníu frænku minnar og vinkonu sem lést á spáni fyrir 4 árum síðan í dag.

Þeir sem hafa misst einhvern sem skiptir mann svo miklu máli vita að maður finnur að hjartað brotnar og maður veit að lífið verður aldrei samt aftur,hluti af mér dó með henni Stefaníu minni,og ég hélt ég myndi aldrei ná mér uppúr þunglyndinu,en tíminn gerir það að verkum að maður getur loksins farið að lifa með sorginni og minnst hennar með ást og kærleika,því ég veit að þegar minn tími er komin þá tekur hún á móti mér.

Hún var  svo falleg bæði að innan og utan,og ég á svo góðar minningar og það finnst mér ómetanlegt.

Það var stofnuð kærleiksíða henni til heiðurs og endilega skoðið hana linkurinn á hana er www.kaerleikur.is.

Ég samdi texta og frændi minn samdi lagið við lag sem heitir Stefanía mín inná kærleiksíðunni hennar ég söng það, og við sömdum lagið og gáfum kærleiksjóðnum hennar það,ég hef sjaldan orðið stoltari af sjálfri mér heldur en þá.

Elsku fallega Stefanía mín hvíl þú í friði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg færsla :) og já blessuð sé minning hennar.... hún var  yndisleg þessi elska

knús og kossar frá Akureyri :*

Systirinn í norðri (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:08

2 identicon

Falleg orð til frænku, elsku Valgerður mín það er svo gott að eiga fallegar minningar um fólk sem er farið út úr lífi mans og leifa sér að ryfja þær upp

Kveðja þín mammsla

skondrumamma (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband