26.8.2007 | 15:49
Skelfingarsaga.
Jæja ég fékk þvílíkar hræðslufréttir um daginn,þannig er mál með vexti að köngulærnar voru komnar aftur á húsið okkar og þá var ekkert annað í stöðunni heldur en að kalla í herra köngurlóamann,nú auðvitað hefur þessi ágæti vinur okkar nafn en mér finnst bara soldið kúl að kalla hann köngurlóa manninn og það finnst mömmu minni líka. Í sumar hafa verið óendanlega mikið af geitungum í runnanum á bak við húsið okkar og ekki er hægt að hafa opna hurðina því þá bjóða þeir sér sjálfir í heimsókn,og belive you me,,,þeir eru sko ekki velkomnir,þannig að köngurlóamaðurinn var beðinn um að athuga hvort það væri nokkuð bú í runnanum,,,hann athugaði það en fann ekki neitt,svo settist hann niður með kaffið,auðvitað bjóðum við alltaf ofurhetjunni okkar kaffi þegar hann er búin að eitra fyrir ógnvaldi heimilisins og þá sagði hann söguna ógurlegu,hérna kemur hún. Þannig er mál með vexti að geitungarnir eru svo mikið í runnanum því þeir éta blaðlús eða trjálús,man ekkert hvað þessar lýs heita en allavegna og þær eru í milljónatali í þessum runna og þessvegna eru bara jól og páskar allt sumarið hjá þessum skaðræðisdýrum,ekki nóg með það heldur í byrjun sumars þá fara geirungarnir á veiðar og þeir fljúga saman í hóp og RÁÐAST Á FUGLA og drepa hann.svo nærist drottningin á hræinu og líka allir þjónarnir hennar,,þannig nú er búið að sanna kenningu mína,þessar verur eru bæði hráætur og grænmetisætur,þetta eru verri en risaeðlur spáiði í því. Og svo fór ég að hugsa ef ske kinni að eitt vorið fyndu þeir ekki fugl og ég væri í sakleysi mínu úti að labba með skondruna mína,myndu þeir þá ráðast á mig og drepa mig,því eitt get ég sagt ykkur þeir gætu lifað á mér í 2 ár,,,það yrði góður biti sem þeir myndu ná í þá. En ég vildi bara deila þessu með ykkur og núna finnst mér ég vera búin að sanna að þessir líkamlegu og andlegu skaðvaldar eru STORHÆTTULEGIR,og ég tala nú ekki um geðheilsu minni,og maður á að varast þá. TAKK FYRIR.
Athugasemdir
Ha,ha,ha Valgerður ! Svoleiðis geitungar eru bara til í útlöndum eins og t.d í uppáhaldslandinu þínu henni Ameríku.
skondrumamma (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:02
Ef þetta getur gerst í útlöndum besta mamma heimsins,þá er öruggt að það getur gerst hér,,þú veist gróðurhúsaáhrifin og það er alltaf að hitna meira og meira hehe love you.
Ég sjálf (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:05
bwahahahahahahahaha þú ert nú alveg drepfyndinn fröken fix
Er þetta ekki bara orðin spurning um það að þú flytjir á norðurpólinn?? Ábyggilega ekki eins mikið af þessum stórhættulegu kvikindum sem ógna klárlega geðheilsu þinni þar!! Þú getur líka alltaf bara flutt norður!! það eru engir geitungar þar!!
Systirinn í norðri (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.