Langt er liðið

Já það má nú segja að það er langt síðan ég skrifaði síðast,,en ég dett stundum svooo úr bloggheiminum,,en svo kemst ég í gírinn afturBlush

En ekki mikið er búið að ske,,nema Dagrún og Trausti vinafólk mitt giftu sig 15 nóvember og vá hvað Dagga mín var falleg brúður,,og Trausti náttlega svoo myndarlegur,,og ég var þeim heiðri aðnjótandi(vonandi skrifa ég þetta rétt) að þau báðu mig um að syngja í brúðkaupinu og það gekk svona rosa vel,þau voru ánægð og það skipti mig öllu máliInLove.

Ég vil í þessari færslu fá að minnast hennar Ásdísar fósturmóður minnar sem lést 26 október eftir langa og hetjulega baráttu úr krabbameini,,Hún var svo mögnuð kona í einu orði sagt og hún barðist svo hetjulega í 12 ár, mér þótti svo vænt hana.

Elsku Ásdís mín Minning þín verður ávallt ljós í lífi mínu.

Ég ætla ekki að hafa þessa færslu lengri núna en vonandi er ég kominn í gírinn núna


Brjóstakrabbamein

Áðan sá ég frábæra sjón,,,leigubíl með rauðu merki og undir einum stafnum var bleiki borðinn,,,þetta fannst mér æðislegt,,og líka öll viðey er bleik,,ég verð bara klökk,

Brjóstakrabbamein er alvarlegur sjúkdómur eins og öll krabbamein,en manneskja mjög náin mér barðist við brjóstakrabbamein í mörg ár,og sorglegt að segja frá en við tók svo önnur tegund af krabba og náttúrulega önnur barátta,en þessi elska er hetja og hún berst hvern einasta dag og lætur ekkert stoppa sig.

Ég vil tileinka henni þessa færslu,mér þykir svo vænt um hana og hún er sko HETJA.

ég hvet alla til að bera bleika borðann,,því ég ætla að sýna samstöðu og Bera hann.


FJÖLSKYLDA

Ég hef mikið verið að hugsa undafarið,um fjölskylduna mína,,við vorum eitt sinn stór stór fjölskylda,en núna erum við fáWink

.Kannski að ykkur finnist það asnalegt,en ég hef aldrei verið hamingjusamari,Ég á bestu mömmu í heimi,og besta fósturpabba í heimi,systkini mín eru mér allt líka og börnin þeirra og ég elska allt þetta fólk óendanlega mikiðInLove.Ég átti einu sinni mjög stóra fjölskyldu,og ég hélt að við værum nánasta fjölskylda í heiminum,en núna þegar ég lít til baka,þá var þetta allt að utan,annað fólk í kringum okkur varð að halda að allt væri í lagi,,,sem var ekkiFrown,en ég ætla ekki að tjá mig meira um það.

Mér langar að segja ykkur frá 4 manneskjum sem nýlega komu inn í lífið okkar en mér finnst eins og þær hafi verið í lífi mínu miklu lengurNr 1,,þá er það hún Sigríður Mágkona mín og 2 yndislegar dætur hennar,hún er svo yndisleg og falleg og góð,,og dætur hennar auðvitað líka,og við öll smullum sko saman,svo bætir ekki úr skák hvað hún gerir elsta bróður minn hamingjusaman,ég vildi sko alls ekki án þeirra vera.KissingNr 2,,það er hún Rósa,kærasta yngsta bróður míns,svo Falleg,skemmtileg og okkur mér þykir svo vænt um hana að það hálfa væri nóg,,,hún er svolítið feimin,,en í kringum okkur þá breytist það nú fljótt,,hún gerir littla bróður minn svo hamingjusamanKissing,,og þegar mitt fólk er hamingjusamt,,,þá líður mér bestGrin.Þessar 4 stelpur eru nýju fjölskyldu meðlimirnir okkar,og ég gæti ekki verið sáttari við hlutina. Ég á 6 systkini og við erum öll svo ólík,en ég elska þau öllHeart.

Þetta er búin að vera þvílíkt væmin færsla,en ég komst að því að það er gott að vera væmin á mánudögum,þá verður hann ekki eins mikið til mæðuW00t

Ég er búin að vera að hugsa mjög mikið til Ásdísar fósturmóður minnar,,hugurinn minn er mjög mikið hjá henni ég verð að fara að kíkja í heimsókn til hennar.Eftir að ég er búin að vera að þylja upp þessa littlu fjölskyldu mína,þá barasta hef ég komist að því að hún er ekkert lítil,hehe þvílíkur misskilningurWhistling.Ég á föðurfjölskylduna mína allt yndislegt fólk,og svo eru það Rúnar-Rósa og börnOg Ásgeir-Gunna og börn og alla hér fyrir ofan,,,guð hvað ég er heppin að eiga allt þetta fólk,,,ég held að ég sé ríkasta manneskjan í heiminumInLove. 

Leti

Ég er búin að eiga við mjög algengt vandamál að stríða í doldin tíma,,,og það er leti,,,
Ég skil þetta engan veginn,en ég nenni ekki neinu,jú ég segi ekki neinu,,ég er búin að vera dugleg að hreyfa mig og búin að vera að reyna að koma skrokknum í lag,,þessvegna er ég alltaf svona þreytt kannski,útaf því ég er í megrun,,,ég hata orðið megrun,mér finnst breyttur lífstíll miklu meira klassa orð,en hvern er ég að kidda þetta er bara megrun og ekkert annað,,,hehe.
Svo er það bloggletin,ég horfi stundum á tölvuna og ætla mér svo að blogga,,en viti menn svo eru allt í einu liðnir 2 tímar og ég svaka spennt að horfa á CSI,og blogghugleiðingarnar alveg dottnar úr hausnum á mér,þetta er örugglega mjög algengt og ég er alveg handviss um að fleiri eigi við þetta vandamál að stríða hmmmm.
Ég verð samt að segja að ég dáist af sumum bloggurum hérna inni,hvað þeir skrifa sumir svo fyndnar en mjög vel skrifaðar færslur,kannski þegar ég er komin á ákveðin aldur þá læri ég að vanda orðaval mitt svona vel.
Ég vill líka segja að ég dáist líka af sumum bloggurum,hetjum ,sem segja frá baráttu lífsins á svo fallegan og hugrakkan hátt,,og leyfa okkur að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum,ég dáist af þessu fólki og mér þykir vænt um það,,,þið eruð hetjur.
en núna kom ég nokkrum línum frá mér,,,ætla að fara að rífa mig uppúr letinni og megrunarþreytunni,hætta að væla og pína mig til að vera hressa
takk fyrir

Vallý out


GÓÐA HELGI

Jæja ég er nú bara að sitja og bíða,,þannig ég ákvað að skrifa smá færslu,,enda tími til komin;-/
Í kvöld er bara ammæli hjá henni Karó minni,,,og ætlar hún að halda svona kokteilpartý,,mér finnst það svo í anda sex and the city,,og þá líður mér eins og new york gellu á prime time,,hehe.
En hún mamma mín er 4 ára í dag hehe,,,þeir sem skilja þetta ekki,þá eru 4 ár sem þessi hetja labbaði inn í Stígamót
og hóf miklu betra líf,,ég er svo stolt af henni að það er ekki venjulegt,enda var þetta svakalega erfiður tími,en með þessari sjálfsvinnu hennar er hún hamingjusamari sem aldrei fyrr,og við fjölskyldan hennar líka,,,Spáiði í því að bera leyndarmál sem er að drepa ykkur að innan í áratugi,það er ekki gott, og það eru margir sem hafa ákveðið að deyja frekar en að segja frá ljótu leyndarmáli,það er það sorglegasta við þetta.
Ég vill bara segja til hamingju með daginn mamma mín,,,þú ert HETJA ogég er svo stolt af þér,og allar þið konur sem hafa lennt í misnotkun eða nauðgunum,mér finnst þið mestu hetjur heimsins og ég dáist af hugrekki ykkar sem hafið staðið upp og bjargað sjálfum ykkur,og ég finn rosalega til með þeim sem lifa í þögninni,vonandi fá þær/þeir kjarkinn til að segja frá,svo þau geti eignast betra líf,,,bara stórt knús til ykkar allra og Baráttukveðjur.
Góða helgi,

Og mamma ég elska þig mest


Jæja nú Jæja

Ég hef ekki nennt að blogga sökum mikils slappleika og flensu,en mér fannst ég verða að segja mína skoðun á þessu máli.

Auðvitað vona ég að foreldrar hennar Madelein hafi ekki komið nálægt þessu hvarfi hennar,og séu búin að vera útum allan heim að reyna að hylma yfir sjálfum sér,en ég hugsa samt mjög mikið um þetta mál og mér finnst svo mikið bogið við þetta og þau foreldrana,fyrsta sem ég hugsaði þegar hún hvarf þessi littla fallega stelpa,var að foreldrar hennar eða einhver nálægt fjölskyldunni hefði einhvað komið nálægt þessu,kannski er þetta ljót hugsun en ég hugsaði hana samt og er ekki búin að breyta henni,mín hugsun er sú að kannski hafi þau gert þetta óvart(foreldrarnir) og brugðist svona við,kannski notfærði sér einhver vinur foreldranna aðstöðuna, þegar þau skildu börnin eftir og fóru út að borða,það er til ljótt fólk í þessum heimi,því breytum við ekki.

En mér finnst bara svo skrítið að afhverju var hún bara tekin,,ef þetta hefðu verið barnaræningjar,hefðu þeir þá ekki hugsað sér gott til glóðarinnar og tekið öll börnin,ógeðslegt að hugsa til þess,en barnaræningjar og níðingar fara ekki með börn í bíó gefa þeim nammi og láta þar við sitja,því miður en þetta er blákaldur sannleikurinn,eins viðbjóðslegur og hann er.

Ég vona í mínu bleika skýi að hún finnst þessi littla stelpa,vonandi á lífi og að mennirnir/konurnar sem tóku hana fái makleg málagjöld,hvort sem það séu ókunnugir eða foreldrarnir,því segjum svo að þeir hafi gert þetta(og ég segi''segjum svo'' vill alls ekki fullyrða neitt)þá er mér alveg sama þótt þetta hafi gerst óvart,því þá eru þeir búnir að gera allt til að leyna þessu og eiga ekki neina miskun skilið,,,en ef svo er að það kemur í ljós að foreldrarnir komu ekki nálægt þessu,þá skal ég viðurkenna það fúslega að ég hafði rangt fyrir mér og blogga um það.

Ég ætlaði ekki að særa neinn með þessari færslu minni,en þetta eru bara mínar hugsanir og ég stend við þær,,takk fyrir og góða helgi.


mbl.is Kate McCann hefur ekki verið ákærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ

Ég vildi nota tækifærið og óska honum Sverrir fósturpabba mínum,til hamingju með afmælið,Smile

Hann er 66 ára í dag en lítur út fyrir að vera 46,,hann er yndislegur,fallegur og ég þyrfti 3 heilar blaðsíður í að segja ykkur kostina hans.InLove

Ég elska hann svo innilega mikið,og ég var svo heppinn að hafa eignast besta fósturpabba í heiminum,hann reyndist okkur svo vel eftir að pabbi minn dó,að ég held þið getið ekki ýmindað ykkur það.

Þú ert kletturinn minn,elsku besti Sverrir minn og ég elska þig meira en orð geta tjáð.

Þín dóttir ValgerðurHeart


Ú lala

það er gott að eiga afmæli í desember vúhúHeart

♣ DECEMBER = ATTITUDE
Loves to chat. Loves those who love them. Loves
to take things at the center. Great in bed. Inner
and physical beauty. Doesn't pretend. Gets angry
often. A meaningful love life partner.
Treats friends importantly. Brave and
fearless. Always making friends.
It is all about love and fairness. Easily hurt but
recovers easily. Daydreamer. Horny...does fullfill.
Opinionated. Does not care to control emotions.
Knows what to do to have fun. Unpredictable. Someone to have close to you.Extremely smart!baby

SKO það er alls ekki leiðinlegt að vera égInLove


Þvílíkt Kjaftæði

Það er engum að kenna nema owen sjálfum að hann fór að nota fíkniefni,fólk sem neytir fíkniefna,gerir það afþví það vill það sjálft eða er fast í einhverjum vítahring og getur ekki hætt.

Ég verð svo pirruð þegar fólk alhæfir svona,,þetta er eins og þegar maður var á unglingsaldrinum og foreldrar vinkvenna manns voru að kenna vinunum um það að dóttirin hafi byrjað að reykja,Angryþað taka allir sjálfstæðar ákvarðanir,,jújú stundum er verið að bjóða fólki,þannig manneskjan láti undir þvílíkum þrýsting,EN þú tekur alltaf lokaákvörðunina,nema þegar einhvað ógeð er sett út í glasið þitt og þér byrlað einhverjum andskota, það er ógeðslegt og þá ber einhver viðbjóðslegur maður/kona ábyrgð á því.

En sé sú raunin að owen wilson leikari hafi verið í fíkniefnum,þá er það útaf því að hann kaus það sjálfur og kannski væri bara best fyrir hann að leita sér hjálpar,því mjög líklega var þetta hróp á hjálp,,,og vonandi fær hann góðan bata og nær sér.

Og svo skil ég ekki hvað COURTNEY LOVE er að tjá sig um þetta,frá því ég liggur við fæddist(smá ýkjur) þá hefur hún verið stanslaust í fréttunum útaf einhverju fíkniefnarugli.´

Mér líður miklu betur eftir að ég gusaði þessu útúr mér,en þetta er mín skoðun hreint og beint.


mbl.is Segir Coogan bera ábyrgð á eiturlyfjanotkun Wilsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já já......

Ég verð nú bara að segja,og þó ég sé að móðga einhvern,þá trúiði mér það er ekki ætlunin,en ég er orðin svo hundleið á þessu Grímseyjarferjumáli,ég alveg fæ gubbuna þegar ég sé fréttir um þetta,,,því það er endalaust og alltaf verið að fjalla um þetta....

Alþyngismenn plís nenniði að klára þetta mál og fara að snúa ykkur að einhverju öðru PLÍS.


mbl.is Grímseyjarferja „klúður á klúður ofan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband